Viðskipti erlent

Almenningur óánægður með bónusgreiðslu

Forstjóri breska bankans Lloyds, Horta Ósorio, fékk 1,5 milljónir punda í bónusgreiðslu vegna síðasta árs, eða sem jafngildir um 282 milljónum króna.

Þetta hefur valdið mikilli óánægju hjá breskum almenningi, samkvæmt fréttum breska blaðsins The Guardian, ekki síst í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni haustið 2008 með því að leggja honum til 20 milljarða punda í eigið fé og eignast með því 40 prósent hlut í bankanum.

Áform eru uppi um að ríkið selji hlut sinn á næstunni í bankanum, og samkvæmt fréttum Guardian eru meiri líkur en minni á því, að það verði gert með tapi fyrir breska skattborgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×