Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir en það lækkaði snarpt um miðja vikuna eða tæp 3%.

Í morgun var verðið á Brent olíunni komið undir 114 dollara á tunnuna og verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í 93 dollara á tunnuna.

Í frétt um málið á börsen segir að þótt olíuverðið sé að verða stöðugt í augnablikinu reikni sérfræðingar með að það muni frekar gefa eftir áfram en hækka að nýju.

Það eru einkum nýjar tölur um aukningu á olíubirgðum Bandaríkjanna sem valda þessu og minni eftirspurn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×