Viðskipti erlent

Hagnaður Norwegian nær fjórfaldast milli ára

Hagnaður norska lággjaldaflugfélagsins Norwgian nam tæpum 500 milljónum norskra króna á síðasta ári eða um 10 milljörðum kr. Þetta er nærri fjórföldun á hagnaðinum miðað við fyrra ár.

Í frétt um uppgjörið á vefsíðu börsen segir að veltan hjá flugfélaginu hafi numið tæpum 13 milljörðum norskra kr. Tæplega 18 milljónir farþega flugu með Norwegian í fyrra sem er 13% aukning frá árinu áður.

Á þessu ári mun félagið bæta 17 farþegaþotum í flota sinn, þar af þremur Dreamliner þotum frá Boeing. Óvissa ríkir um hvenær Dreamliner þoturnar verða afhentar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×