Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er verðið á tunnunni af Brent olíunni nú komið í tæplega 118 dollara. Hefur verðið ekki verið hærra síðan í fyrravor.

Bandaríska léttolían hefur hækkað mun minna og raunar staðið nokkuð í stað í rúmlega 96 dollurum síðustu daga.

Það er einkum hagstæð þróun í efnahagslífi Kína sem veldur hækkunum á olíuverðinu. Kína er nú að land í heiminum sem notar næstmest af olíu en Bandaríkin eru sem fyrr í fyrsta sæti hvað það varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×