Viðskipti erlent

Blankfein fékk tæplega þriggja milljarða bónus

Magnús Halldórsson skrifar
Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs.
Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs.
Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, fékk á föstudaginn bónusgreiðslu upp á 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 1,7 milljarði króna, vegna ársins 2012. Greiðslan var í formi hlutfjár í bankanum.

Heildargreiðslur til Blankfein vegna ársins 2012 nema því um 21 milljón dala, eða sem nemur 2,7 milljörðum króna.

Samkvæmt fréttum Wall Street Journal verður Blankfein þar með hæst launaði forstjóri banka á Wall Street.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×