Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína eykst á ný

Magnús Halldórsson skrifar
Frá Kína.
Frá Kína.
Staða efnahagsmála í Kína hefur verið að batna að undanförnu og mældist hagvöxtur 7,9 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, samanborið við 7,4 prósent ársfjórðunginn á undan.

Þetta þykja jákvæð tíðindi fyrir heimsbúskapinn þar sem kínverska hagkerfið, sem er það næst stærsta í heiminum á eftir því bandaríska, skiptir sköpum þegar kemur að hagvexti og sköpun starfa víða um heim.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að tölurnar sýni viðsnúning þegar kemur að þróun hagvaxtar sem bindur þá endi á minnsta hagvaxtarskeið í Kína í 13 ár. Í samanburði við flest lönd heimsins hefur árlegur hagvöxtur þó verið mikill á þessu tímabili, eða á bilinu 6 til 7 prósent. Sé horft yfir síðustu 15 ár í Kína hefur meðaltalshagvöxtur verið á bilinu 8 til 10 prósent.

Sjá má frétt BBC um nýjar hagvaxtartölur í Kína, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×