Viðskipti erlent

Úkraína semur við Shell um gasvinnslu

Stjórnvöld í Úkraínu hafa samið við Royal Dutch Shell olíufélagið um vinnslu á gasi þar í landi.

Samningurinn, sem var undirritaður á Davos ráðstefnunni í Sviss er metinn á 10 milljarða dollara eða tæplega 1.300 milljarða króna og er til 50 ára.

Um er að ræða leirgas, það er gas sem er bundið í leirlögum og vinnsla þess getur valdið verulegum náttúruspjöllum. Ný tækni við vinnsluna á þó að draga úr því vandamáli.

Úkraínumenn er mjög háðir Rússum um gas og vonast til að samningurinn geri þá óháðari þessum volduga nágranna sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×