Viðskipti erlent

Boeing hættir afhendingu á öllum Dreamliner þotum

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að hætta afhendingu á öllum Dreamliner þotum sem seldar hafa verið þar til vandamálið með rafgeymana í þessum þotum hafa verið leyst.

Eins og kunnugt er af fréttum er búið að kyrrsetja allar þær 50 Dreamliner þotur sem voru í notkun í heiminumvegna þessa vandamáls.

Í frétt á vefsíðu BBC um málið er haft eftir talsmanni Boeing að nýjar Dreamliner þotur verði ekki afhentar fyrr en bandarísk flugmálayfirvöld hafa lokið rannsókn sinni og fundið örugga lausn á vandamálinu.

Flugmálayfirvöld í Evrópu og í Japan eru einnig að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×