Viðskipti erlent

Dagar elsta banka Sviss eru taldir

Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum.

Sektin er hluti af dómssátt en yfirmenn bankans hafa játað fyrir bandarísku dómstóli að hafa aðstoðað yfir 100 Bandaríkjamenn við skattsvik með því að geyma 1,2 milljarða dollara fyrir þá á leynireikningum á 10 ára tímabili.

Wegelin bankinn, sem stofnaður var árið 1741, er fyrsti erlendi bankinn sem játar sig sekan um skattsvik í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×