Viðskipti erlent

155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember

Magnús Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst því yfir að stærsta pólitíska verkefni hans, sem að styðja við nýsköpun starfa í Bandaríkjunum.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst því yfir að stærsta pólitíska verkefni hans, sem að styðja við nýsköpun starfa í Bandaríkjunum.
Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni.

Samtals urðu til 1,8 milljónir nýrra starfa í Bandaríkjunum í fyrra. Gert er ráð fyrir atvinnuleysi muni minnka umtalsvert meira á þessu ári í Bandaríkjunum, og er ekki síst horft til betri stöðu fyrirtækja í landinu nú en fyrir ári síðan, að því er segir á vef New York Times.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×