Viðskipti erlent

Atvinnuleysið stendur í stað

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×