Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim Magnús Halldórsson skrifar 7. janúar 2013 12:00 Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir, var áætlað að nýjar reglur tækju gildi 2015. Nýtt regluverk fyrir alþjóðafjármálamarkaði, sem gjarnan er kennt við Basel, hefur verið í bígerð undanfarin ár, og er þar einkum horft til þess að gera banka traustari og ábyrgari. Helsta breytingin sem rætt hefur verið um, er að hækka lögbundið eiginfjárlágmark úr 8 prósentum í 12 til 16 prósent, en endanleg ákvörðun um þetta liggur ekki fyrir. Þá hefur einnig verið horft til þess að gera reglur um lausafjárstöðu banka strangari, með það fyrir augum að gera bankastarfsemi öruggari. Í fyrstu var bönkum veittur frestur til ársins 2015, til þess að styrkja lausafjárstöðu sína, en samkvæmt tilkynningunni sem gerð var opinber í gær, munu bankar fá tíma til ársins 2019 til þess að styrkja efnahag sinn, þar helst lausafjárstöðu. Fjárfestar hafa tekið þessum tíðindum vel, og hefur gengi bréa banka hækkað á nær öllum mörkuðum í morgun. Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hefur hækkað um 3,4 prósent í dag, gengi bréfa Deutsche Bank um 3,2 prósent og gengi bréfa Commerzbank um 2,2 prósent. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir, var áætlað að nýjar reglur tækju gildi 2015. Nýtt regluverk fyrir alþjóðafjármálamarkaði, sem gjarnan er kennt við Basel, hefur verið í bígerð undanfarin ár, og er þar einkum horft til þess að gera banka traustari og ábyrgari. Helsta breytingin sem rætt hefur verið um, er að hækka lögbundið eiginfjárlágmark úr 8 prósentum í 12 til 16 prósent, en endanleg ákvörðun um þetta liggur ekki fyrir. Þá hefur einnig verið horft til þess að gera reglur um lausafjárstöðu banka strangari, með það fyrir augum að gera bankastarfsemi öruggari. Í fyrstu var bönkum veittur frestur til ársins 2015, til þess að styrkja lausafjárstöðu sína, en samkvæmt tilkynningunni sem gerð var opinber í gær, munu bankar fá tíma til ársins 2019 til þess að styrkja efnahag sinn, þar helst lausafjárstöðu. Fjárfestar hafa tekið þessum tíðindum vel, og hefur gengi bréa banka hækkað á nær öllum mörkuðum í morgun. Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hefur hækkað um 3,4 prósent í dag, gengi bréfa Deutsche Bank um 3,2 prósent og gengi bréfa Commerzbank um 2,2 prósent.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira