Viðskipti erlent

Ódýrari iPhone á leiðinni

MYND/AFP
Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum.

Það er bandaríski fréttamiðillinn The Wall Street Journal sem greinir frá þessu.

Innan höfuðstöðva Apple eru hugmyndir á kreiki um að framleiða snjallsíma sem myndi nota íhluti úr eldri týpum iPhone-snjallsímans. Þá er líklegt að ytri grind hans yrði úr plastgleri en ekki áli líkt og núverandi kynslóð snjallsímans, iPhone 5.

Apple hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu mánuði. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs mældist hlutdeild Apple á snjallsíma-markaðinum aðeins 14.6 prósent.

Helsti keppinauturinn er Google en stýrikerfið fyrirtækisins, Android, og snjallsímar Samsung hafa sótt verulega að Apple undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×