Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012 Magnús Halldórsson skrifar 23. desember 2012 16:30 Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri Best Buy. Honum tókst ekki að nútímavæða starfsemi verslanakeðjunnar risavöxnu, með alvarlegum afleiðingum. Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira