Viðskipti erlent

HSBC greiðir 240 milljarða í sekt

HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×