Viðskipti erlent

Kaupmáttur lækkar þriðja árið í röð í Danmörku

Kaupmáttur launa í Danmörku lækkaði á þessu ári og er þetta þriðja árið í röð sem slíkt gerist. Verðlag hækkaði almennt í Danmörku um 2,3% í ár en launin hækkuðu aðeins um 1,4%.

Í frétt um málið í Politiken segir að svipuð þróun hafi ekki átt sér stað í landinu undanfarin 30 ár. Frá árinu 1980 og fram til 2009 hækkaði kaupmáttur launa í Danmörku að jafnaði um 1,1% á ári. Kaupmátturinn jókst þannig um 40% í heild á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×