Viðskipti erlent

Finnar kaupa Royal Copenhagen

Búið er að ganga frá sölunni á dönsku postulínsgerðinni Royal Copenhagen til finnska fyrirtækisins Fiskars.

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel hafði átt þessa 237 ára gömlu postulínsgerð í 12 ár en söluverð hennar nemur 490 milljónum danskra króna eða tæplega 11 milljarðar króna.

Royal Copenhagen er þekkt fyrir ýmsa hönnun sína eins og Flora Danica, Musselmalet og Mega Mussel.

Áður en salan gekk í gegn höfðu miklar vangaveltur verið í langan tíma um framtíð postulínsgerðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×