Viðskipti erlent

Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum

Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots.

DSB neyðist til að taka lán upp á um 600 milljónir danskra króna eða yfir 12 milljarða króna til að halda rekstrinum gangandi. Til að fá þessi lán þarf DSB á ríkisábyrgð á þeim að halda svo vaxtakjörin verði viðráðanleg.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur blandað sér í þessi lánamál og bannað danska ríkinu að veita ábyrgð á lánunum þar sem slíkt sé samkeppnishamlandi. Framtíð DSB er því í óvissu þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×