Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn ESM

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkaði lánshæfiseinkunn Stöðugleikasjóðs evrusvæðisins (ESM) úr toppeinkunninni niður í AA1 með neikvæðum horfum.

Moody´s segir að lækkunin sé tilkomin vegna þess að lánshæfiseinkunn Frakklands hafi verið lækkuð nýlega. Frakkar eiga að standa undir um einum fimmta af 500 milljarða evra framlagi evruríkjanna til sjóðsins.

Talsmenn sjóðsins eru gáttaðir á þessari ákvörðun Moody´s og segja að matsfyrirtækið virðist ekki átta sig á hve öflugur sjóðurinn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×