Viðskipti erlent

Delta Air Lines vill kaupa stóran hlut í Virgin Airlines

Delta Air Lines, annað stærsta flugfélag Bandaríkjanna, er nú að reyna að kaupa stórann hlut í breska flugfélaginu Virgin Airlines.

Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum. Um er að ræða 49% hlut sem er í eigu Singapore Airlines en það félag vill selja hlutinn.

Delta Air Lines hefur verið á höttunum eftir hlut í Virgin Airlines í ein tvö ár. Ástæðan er sú að Delta Air Lines vill komast yfir lendingaréttindi Virgin Airlines á Heathrow flugvelli.

Richard Branson stofnandi Virgin Airlines heldur enn á 51% hlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×