Viðskipti erlent

Fyrsti Batmanbíllinn er til sölu

Fyrsti Batmanbíllinn sem smíðaður var fyrir sjónvarpsþáttaröðina um Batman á sjötta áratug síðustu aldar er til sölu.

Bíllinn var smíðaður á grunni Lincoln Futura frá árinu 1955 en sá bíll þótti verulega framúrstefnulegur.

Það var bílasmiðurinn George Barris sem smiðaði Batmanbílinn og hafði hann 15.000 dollara til verksins. Reiknað er með að töluvert hærri upphæð fáist fyrir bílinn í næsta mánuði þegar hann verður boðinn upp hjá Barett-Jackson uppboðshúsinu í Arizona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×