Viðskipti erlent

Ekkert samkomulag um næstu greiðslu til Grikkja

Ekkert samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel í gær um útborgun á næsta hluta neyðarláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikkja.

Fundurinn stóð í eina 12 tíma og lauk ekki fyrr en seint í nótt. Í yfirlýsingu frá ráðherrunum eftir fundinn segir að málinu miði áfram en enn eigi eftir að leysa ýmis tæknileg vandamál.

Jean-Claude Juncker formaður ráðherrahópsins segir að þeir muni koma aftur til fundar á mánudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×