Viðskipti erlent

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Magnús Halldórsson skrifar
Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í dag, og eru lækkanirnar raktar til erfiðleika í fjármálakerfi Spánar. Tilkynnt var um það í dag að stærsti banki Spánar þyrfti að draga enn meira saman seglin, segja upp sex þúsund starfsmönnum og selja eignir fyrir meira en 64 milljarða evra, eða sem nemur ríflega átta þúsund milljörðum.

DAX vísitalan þýska hefur lækkað um 0,72 prósent í dag, FTSE vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,62 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 0,33 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×