Viðskipti erlent

Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum

Magnús Halldórsson skrifar
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Undir hans stjórn hefur eftirliti með bankastarfsemi verið stórlega hert og aukið.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Undir hans stjórn hefur eftirliti með bankastarfsemi verið stórlega hert og aukið.
Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir evrópskra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag.

Vitnað er sérstaklega til ræðu sem Daniel Tarullo, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, hélt á dögunum en þar kom fram að reglur um starfsemi erlendra banka í Bandaríkjunum yrðu hugsanlega hertar, með það í huga að setja skýrari ramma utan starfsemina í Bandaríkjunum sérstaklega.

Þetta er talið geta haft mikil áhrif á starfsemi erlendra banka í Bandaríkjunum, en megintilgangurinn með breytingum í þessa veru er að draga úr áhættusækni og kerfisáhættu.

Sjá má umfjöllun New York Times hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×