Viðskipti erlent

Internet Explorer snýr aftur - gerir grín að nettröllum

Microsoft reynir nú eftir mesta megni að endurvekja forna dýrð Internet Explorer netvafrans. Nýjasta útgáfa vafrans, IE10, var hleypt af stokkunum á dögunum en um leið birti Microsoft auglýsingu þar sem stríði er lýst yfir á hendur nafnlausum hatursmönnum.

Frá því að Internet Exploter 6 var og hét hefur Microsoft átt í miklum erfiðleikum með að halda í við samkeppnisaðila sína, einna helst Google Chrome og Firefox.

Nú hefur tæknirisinn snúið vörn í sókn. Internet Explorer 10 þykir afar stórt stökk fyrir Microsoft og hefur vafrinn uppskorið mikið lof sérfræðinga.

En vandamál Internet Explorer hverfist fyrst og fremst um ímynd. Því hefur Microsoft birt auglýsingu þar sem stólpagrín er gert að þeim sem birta skilaboð á borð „IE er ömurlegur" og „IE er aðeins hentugur til þess að ná í aðra vafra."

Þess ber að geta að Internet Explorer, sem áður var langvinsælasti vafrinn, er nú með um 50 prósent markaðshlutdeild.

Hægt er að sjá auglýsinguna í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×