Viðskipti erlent

UBS segir 10 þúsund manns upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Svissneski bankinn UBS ætlar að fækka störfum um 10 þúsund á starfstöðum bankans víðsvegar í heiminum. Bankinn mun draga úr viðskiptabankastarfsemi sinni. Störfunum verður fækkað á næstu þremur árum. Heildarfjöldi starfsmanna er 64 þúsund og því er um að ræða fækkun um 16%. UBS bankinn tapaði um 39 milljörðum svissneskra franka í fjármálakreppunni og ríkissjóður í Sviss þurfti að koma bankanum til bjargar svo hann færi ekki í þrot. Sergio Ermotti, forstjóri UBS, segir að ákvörðunin hafi verið erfið, því bankarekstur snúist að öllu leyti um fólkið sem vinnur hjá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×