Viðskipti erlent

Háttsettir stjórnendur Apple reknir

Talið er að Sir Jonathan Ive muni taka yfir þróun notendaviðmóts Apple og iOS stýrikerfisins.
Talið er að Sir Jonathan Ive muni taka yfir þróun notendaviðmóts Apple og iOS stýrikerfisins. MYND/AP
Vandræðagangur á kortakerfi Apple og slakar niðurstöður ársfjórðungsuppgjörs hafa orðið til þess að tveir háttsettir stjórnendur fyrirtækisins voru látnir taka pokann sinn í gær.

Um er að ræða yfirmann iOS stýrikerfisins, Scott Forstall, og framkvæmdastjóra verslunarsviðs, John Browett, sem áður var hjá breska raftækjafyrirtækinu Dixons.

Í yfirlýsingu kemur fram að brottrekstur þeirra Forstalls og Browetts hafi að gera með vonir Apple um að auka samstarf á helstu sviðum fyrirtækisins.

Talið er að Sir Jonathan Ive muni taka yfir þróun notendaviðmóts Apple og iOS stýrikerfisins.

Ive er einn þekktasti hönnuður Apple en hann stjórnaði þróun MacBook Pro fartölvunnar, iPhone snjallsímans og iPad spjaldtölvunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×