Viðskipti erlent

Hvítir með sexfaldar tekjur svartra í Suður Afríku

Þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan hafi verið slegin af fyrir 18 árum í Suður Afríku er enn sláandi munur á tekjum hvítra og svartra þar í landi.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt frá hagstofu landsins. Úttektin sýnir að tekjur hvítra heimila í landinu eru sexfalt hætti en tekjur svartra. Tekjur fólks af indverskum uppruna eru rúmlega fjórfalt hærri en hjá svörtum. Svart fólk er hinsvegar nær 80% af 52 milljónum íbúa landsins.

Jacob Zuma forseti landsins segir að úttektin sýni að svartir skrapi enn botninn hvað velmegun varðar og við því þurfi að bregðast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×