Viðskipti erlent

Ólympíuleikarnir glæða efnahag Bretlands

BBI skrifar
Ólympíuleikarnir vippuðu Bretlandi upp úr samdrætti.
Ólympíuleikarnir vippuðu Bretlandi upp úr samdrætti.
Ólympíuleikarnir í Bretlandi í sumar virðast hafa haft góð áhrif á efnahag landsins. Eftir samdrátt framan af árinu 2012 tók efnahagurinn kipp milli júlí og september.

Það lítur því út fyrir að lengsta samdráttarskeiði í breskum efnahag í langan tíma sé að ljúka. Efnahagurinn hefur dregist saman síðustu þrjá ársfjórðunga en menn eiga von á því að það breytist nú á þriðja ársfjórðungi.

George Osborne, fjármálaráðherra, mun að öllum líkindum grípa tækifærið og benda á viðsnúninginn sem sönnun þess að störf hans í embætti séu loks að bera ávöxt.

Á vefmiðli The Guardian kemur hins vegar fram að hagfræðingar eru ekki trúaðir á því að batinn verði langvinnur. Þeir benda á að viðsnúningurinn virðist til kominn vegna tímabundinna atburða eins og Ólympíuleikanna og ólíklegt að það hafi áhrif til langframa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×