Viðskipti erlent

Rosneft styrkir stöðu sína enn frekar

Breska olíufyrirtækið BP PLC hyggst selja hlut sinn í félaginu TNK-BP, sem hefur leyfi til olíuvinnslu í rússnesku landssvæði, til rússneska olíu- og jarðgasrisans Rosneft og verður tilkynnt formlega um söluna á morgun. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

BP PLC á 50 prósent hlut í TNK-BP en ætlar sér sem fyrr segir að selja hlutinn. Þar með styrkir Rosneft sig enn frekar á heimasvæði sínu, en vöxtur fyrirtækisins hefur verið gríðarlega hraður undanfarin ár.

Fyrirtækið er að langstærstum hluta í eigu rússneska ríkisins.

Heilartekjur Rosneft árið 2011 námu 92 milljörðum dala, eða sem nemur 11.500 milljörðum króna. Tekjurnar jukust um 46 prósent frá árinu 2010.

Sjá má frétt WSJ hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×