Viðskipti erlent

Skortur á léttvínum í Evrópu vegna uppskerubrests

Skortur verður á evrópskum léttvínum í vetur sökum uppskerubrests í nær öllum vínhéruðum álfunnar.

Í suðurhluta Evrópu varð uppskerubrestur vegna hinna miklu þurrka sem hrjáðu vínbændur þar í sumar en í norðurhlutanum varð uppskerubrestur vegna kulda og mikillar úrkomu nær allt sumarið.

Í Frakklandi er ástandið einna verst í Campagne og Burgundy héruðunum en áætlað er að vínframleiðslan í Champagne héraðinu muni dragast saman um 40% og í Burgundy verður framleitt 30% minna af vínum en í fyrra. Bordeaux sleppur betur með aðeins 10% samdrátt. Í heildina talið mun vínframleiðsla Frakka minnka um 20% frá því í fyrra.

Á Ítalíu er samdrátturinn aðeins 7% milli ára en þess ber að geta að vínframleiðslan á Ítalíu var í sögulegu lágmarki í fyrra. Reiknað er með einhverjum verðhækkunum sökum þessa.

Góðu fréttirnar í þessum hremmingum vínbænda eru að sérfræðingar reikna með að gæði vína verði meiri en í meðalári enda er það reynslan á síðustu áratugum. Þau vínber sem ná að dafna í erfiðu árferði skila af hér betri vínum en þau sem vaxa við ákjósanlegri aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×