Viðskipti erlent

Faldir sjóðir Wen Jiabao koma upp á yfirborðið

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er orðinn vellaugður og eru sjóðir upp á hundruðir milljóna dala geymdir í félögum sem eru skráð á fjölskyldumeðli hans, þar á meðal níræða móður hans, sem skráð er fyrir eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem eru 120 milljóna dala virði, eða sem nemur 15 milljörðum króna.

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá þessu í dag í ítarlegri umfjöllun um forsætisráðherrann og auðsöfnun hans. Í umfjölluninni kemur fram að erfitt sé að átta sig á því hvaðan peningarnir hafi komið, en svo virðist sem að peningarnir hafi byrjað að streyma til fjölskyldu hans í þann mund sem hann komst til valda í Kína.

Umfjöllunin hefur valdið titringi í Kína og létu kínversk stjórnvöld meðal annars loka alfarið fyrir möguleikann á því að heimsækja vefsíðu New York Times, eftir að umfjöllunin birtist.

Umfjöllun New York Times um Jiabao má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×