Viðskipti erlent

Markaðir opnir þrátt fyrir fellibylinn

JHH skrifar
Mynd/ afp
Til stendur að opna markaði á Wall Street á morgun þrátt fyrir að búist sé við gríðarmiklum stormi á austurströnd Bandaríkjanna í nótt og á morgun. NYSE Euronext og Nasdaq verða starfandi á morgun. Stærstu bankarnir, eins og Goldman Sachs, Citigroup og JP Morgan verða líka starfandi.

„Það var talað um það á föstudaginn að fólk mætti búast við að þessu öllu saman. Ef verðbréfamarkaðir opna ekki á morgun með hefðbundnum hætti, þá verður samt hægt að stunda viðskipti rafrænt," segir Ken Polcari, framkvæmdastjóri hjá verðbréfafyrirtækinu ICAP Equties í morgun.

Reuters greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×