Viðskipti erlent

Minni Galaxy S III væntanlegur

iPhone 5 og Galaxy S III
iPhone 5 og Galaxy S III mynd/wiki media
Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.

Snertiskjár Galaxy S III er 4.8 tommur en það er mun stærra en gengur og gerist á snjallsímamarkaðinum. Þessi stærð virðist ekki hafa heillað Evrópubúa en Samsung vonast til að snúa þeirri þróun við með minni og þægilegri snjallsíma.

Nýja útgáfan mun þó ekki búa yfir jafn miklum vinnsluhraða og sú fyrri. Þá verður upplausn snertiskjásins 800 sinnum 480 en það er einnig mun minna á upphaflegu útgáfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×