Viðskipti erlent

Amazon græðir ekki á Kindle

Kindle Fire HD, nýjasta spjaldtölva Amazon.
Kindle Fire HD, nýjasta spjaldtölva Amazon. mynd/AFP
Vefverslunarrisinn Amazon gerir ekki ráð fyrir að nýjasta vörulína sín muni skila hagnaði. Þetta sagði Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon, í gær. Hann sagði að Kindle-lesbrettin hefðu aldrei verið hugsuð sem möguleg tekjulind.

Það sé í raun fyrirtækið sjálft sem beri kostnað af þróun og framleiðslu lesbrettanna. Þess í stað vonast Amazon til að færa vefverslun sína nær viðskiptavinum í gegnum spjaldtölvurnar.

Amazon kynnti nýjustu vörulínu sína í Bretlandi í gær. Kindle-lesbrettin hafa notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar en nú býður fyrirtækið upp á nýja þjónustu sem gerir notendum kleift að taka rafbækur að láni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×