Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar niður í 1,9 prósent

Magnús Halldórsson skrifar
Verðbólga í Kína mælist nú 1,9 prósent og lækkaði hún úr tveimur prósentum í september mánuði. Vonir standa til þess að þetta auðveldi yfirvöldum í Kína að ná hagvaxtarmarkmiðum sínum, en nokkuð hefur dregið úr umsvifum í kínverska hagkerfinu að undanförnu. Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður hagvöxtur í Kína á bilinu 7 til 9 prósent á þessu ári.

Útflutningur jókst um 9,9 prósent í septembermánuði frá árinu á undan, en minni umsvif á innlandsmarkaði í Kína, meðal annars þegar kemur að fjárfestingu og neyslu, er helsta áhyggjuefni stjórnvalda í Kína þessa dagana, að því er greint var frá í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×