Viðskipti erlent

Portúgalir verða að herða ólar sínar sem aldrei fyrr

Ríkisstjórn Portúgals hefur kynnt fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár en samkvæmt því verða Portúgalir að þrengja ólar sínar sem aldrei fyrr.

Meðal annars verður tekjurskattur hækkaður úr tæpum 10% og upp í rúm 13% á almenn laun, fjármagnstekjuskattur verður hækkaður úr 25% og í 28% og ætlunin er að segja upp 2% af 600.000 opinberum starfsmönnum í landinu. Skera á niður útgjöld ríkisins um 2,7 milljarða evra.

Um 2.000 manns efndu til mótmæla fyrir utan þinghúsið í Lisabon þegar frumvarpið lá ljóst fyrir. Þar að auki hefur verið boðað til allsherjarverkfalls þann 14. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×