Viðskipti erlent

Besta ár í áratug hjá dönskum sjávarútvegi

Árið í fyrra var það besta í sögu sjávarútvegs í Danmörku undanfarin áratug.

Brúttóhagnaður sjávarútvegsins nam 3,2 milljörðum danskra kr. eða um 69 milljörðum kr. Hefur hagnaðurinn ekki verið meiri síðan árið 2002.

Ástæðan fyrir þessar velgengi er einkum sú að verð á helstu sjávarafurðum Dana hækkaði mikið miðað við fyrra ár, einkum þeirra sem fara til manneldis.

Í ársskýrslu um sjávarútveginn segir að í fyrra hafi bæði útflutningur og innflutningur aukist á fiski til Danmerkur eða um milljarð danskra kr. í hvoru tilviki. Útflutningurinn nam tæpum 20 milljörðum danskra kr. og innflutingurinn tæpum 14 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×