Viðskipti erlent

Velheppnað skuldabréfaútboð hjá Spánverjum

Seðlabanki Spánar stóð fyrir velheppnuðu ríkisskuldabréfaútboði í morgun. Alls voru seld bréf fyrir rúmlega 4,6 milljarða evra og voru vextirnir sem buðust mun lægri en í svipuðu útboði í september.

Þannig voru vextirnir á þriggja ára bréfum tæplega 3,3% á móti tæplega 3,7% í september. Vextir á fjögurra ára bréfum voru tæp 4% á móti rúmlega 4,6% í september.

Þá voru vextirnir á 10 ára bréfum undir 5,5% á móti tæplega 5,7% í september og raunar fór ávöxtunarkrafan á slíkt bréf niður í 5,4% eftir útboðið. Hafa þessir vextir ekki verið lægri síðan í apríl s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×