Viðskipti erlent

Virði Google lækkaði um átta prósent

Hlutabréf Google voru í frjálsu falli eftir að uppgjörið var kynnt í dag en þau lækkuðu um heil átta prósent.
Hlutabréf Google voru í frjálsu falli eftir að uppgjörið var kynnt í dag en þau lækkuðu um heil átta prósent. MYND/AFP
Markaðsvirði Google dróst saman um átta prósent eftir að uppgjör fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung var kunngjört í gær, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 20 prósent miðað við sama tímabil árið á undan.

Þá ýtti ótímabær birting á rekstrartölum fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung undir áhyggjur fjárfesta af hagnaðarsamdrættinum, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal.

Hagnaður Google á þriðja ársfjórðungi nam 2,18 milljörðum dala, eða sem nemur tæplega 270 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 2,7 milljörðum dala, eða sem nemur 332 milljörðum króna.

Það sem af er degi (19. október) hefur gengi Google lækkað um ríflega þrjú prósent, og er ástæðan rakin til slakari rekstrartalna á þriðja ársfjórðungi en búist hafði verið við, að því er segir á vef Wall Street Journal.

Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um gengi Google í dag og í gær, hér.



Leiðrétting: Staðreyndavillur voru í fyrri útgáfu þessarar fréttir, er vörðuðu meðal annars hagnaðartölur og markaðsvirði Google, sem hafa nú verið leiðréttar. Beðist er afsökunar á mistökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×