Viðskipti erlent

Fjórir bankamenn ákærðir fyrir innherjasvik

Magnús Halldórsson skrifar
Bresk yfirvöld hafa ákært fjóra breska bankamenn fyrir innherjasvik, að því er Wall Street Journal (WSJ) greindi frá í dag. Á meðal ákærðu er fyrrverandi framkvæmdastjóri Deutsche Bank, Martyn Dodgson, en málið er sagt vera umfangsmesta mál sinnar tegundar í Bretlandi.

Hinir þrír eru Andrew Hind, 52 ára athafnamaður í Bretlandi, Benjamin Anderson, 67 ára fjárfestir, og Iraj Parvizi, 46 ára gamall fjárfestir búsettur á Spáni.

Mennirnir eru grunaðir um umfangsmikil innherjasvik á árunum 2006 til 2010, að því er segir í frétt WSJ.

Breska fjármálaeftilritið, FSA, vildi ekki veita ítarlegar upplýsingar þegar eftir því var leitað, að því er segir í frétt WSJ.

Sjá má frétt WSJ hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×