Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn JP Morgan

Magnús Halldórsson skrifar
Embætti saksóknara í New York hefur ákveðið að höfða mál gegn bandaríska bankanum JP Morgan vegna meintra fjársvika Bear Stearns bankans á árunum 2006 og 2007, en JP Morgan keypti bankann eftir í mars 2008.

Fjárfestar töpuðu 20 milljörðum dala á tryggingum sem Bear Stearns seldi, en það jafngildir um 2.500 milljörðum króna, miðað við núverandi gengi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er vitnað til tilkynningar frá JP Morgan þar sem segir að málið tengist einungis aðgerðum sem gripið var til innan Bear Stearns bankans fyrir fimm og sex árum, en ekki neinum öðrum aðgerðum.

Sjá má frétt BBC um þessi mál hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×