Viðskipti erlent

Lággjaldaflugfélagið Gol kaupir 60 Boeing vélar

Magnús Halldórsson skrifar
Brasilíska lággjaldaflugfélagið Gol hefur ákveðið að festa kaup á 60 Boeing flugvélum en samningurinn er metin á um sex milljarða dala, eða sem nemur um 750 milljörðum króna. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Vélarnar munu leiða til 13 prósent minni eldsneytiskostnaðar, að sögn Gol, verða því til þess að lækka grunnkostnað í rekstri, til lengri tíma litið.

Gol flýgur til 63 áfangastaða í Brasilíu og tólf landa í Suður-Ameríku.

Sjá má frétt BBC hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×