Viðskipti erlent

Hewlett Packard í frjálsu falli

Hewlett Packard.
Hewlett Packard.
Hugbúnaðar- og töluvurisinn Hewlett Packard (HP) er í frjálsu falli þessa dagana, og féll gengi hlutabréfa félagsins um 13 prósent í gær. Það gerðist fljótlega eftir að Meg Whitman, forstjóri fyrirtækisins, lýsti því yfir að það myndi taka tíma að snúa rekstri fyrirtækisins við, ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið hefði byggt upp tekjustofna sína í kringum sölu á fartölvum og prenturunum.

Sala á þessum vörum hefur dregist mikið saman undanfarin misseri, ekki síst vegna innreiðar spjaldtölva á markað.

Áætlun fyrirtækisins miðast við það að rekstur HP verðinn kominn á réttan kjöl árið 2016, og muni þá vaxa línulega saman við hagvöxt í Bandaríkjunum.

Sjá má frétt BBC um þetta efni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×