Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Samsung

Forsvarsmenn Samsung Electronics telja að rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi tvöfaldast frá sama tíma í fyrra og að um methagnað sé að ræða.

Ástæðan er rakin til góðrar sölu á snjallsímum fyrirtækisins. Hagnaðurinn á tímabilinu júlí til september nam um 7,3 milljörðum bandaríkjadala.

Auk þess að selja snjallsíma og spjaldtölvur selur Samsung líka sjónvörp og fleiri heimilistæki, en sérfræðingar telja að um 70% af hagnaðinum sé af sölu snjallsíma og spjaldtölva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×