Viðskipti erlent

Toyota og Honda að ná vopnum sínum í Bandaríkjunum

Magnús Halldórsson skrifar
Toyota merkið.
Toyota merkið.
Bílaframleiðendurnir Toyota og Honda eru að ná vopnum sínum á Bandaríkjamarkaði og er búist við því að nýjar sölutölur fyrir septembermánuð, sem birtar verða á þriðjudag, sýni það. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) í dag. Greinendur búast við að sala á nýjum bifreiðum hafi verið 11 prósent betri í september á þessu ári heldur en í fyrra, sem þýðir að um 1,1 milljón bifreiða hafi selst, að því er fram kemur á vef WSJ.

Í spám greinenda segir að söluaukningin verði ekki síst hjá Toyota og Honda, eða um 33 prósent hjá Toyota og 27 prósent hjá Honda, miðað við sama mánuð í fyrra.

Sjá má frétt WSJ um þessi mál hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×