Slagsmál og ólæti hjá Foxconn 24. september 2012 12:16 Iphone. Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Fyrirtækið Foxconn er með langstærstan hluta af starfsemi sinni í Kína en starfsmenn fyrirtækisins sjá meðal annars um að setja saman iphone síma frá hugbúnaðar- og fjarskiptarisanum Apple, áður en þeir fara í sölu. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsmönnum fyrirtækisins, enda velgengni iphone símanna algjörlega án fordæma. Á einungis tveimur árum hafa selst yfir 150 milljónir iphone síma, og er búist við að nýi síminn frá Apple, iphone 5, muni slá öll fyrri met. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því í morgun að slagsmál og ólæti hefðu brotist út í verksmiðju Foxconn í Tævan, sem um tvö þúsund starfsmenn áttu aðild að. Í heild starfa tæplega áttatíu þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu í Tævan, og hefur þeim fjölgað hratt, í beinu samhengi við aukna eftirspurn eftir vörum Apple. Yfir fimm þúsund lögregluþjónar róuðu mannskapinn niður og hófst framleiðsla stuttu síðar, eftir nokkurra klukkustunda stopp. Foxconn hefur einnig séð um framleiðslu og samsetningu á ipad spjaldtölvunum vinsælu frá Apple. Sjá má umfjöllun BBC hér. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Fyrirtækið Foxconn er með langstærstan hluta af starfsemi sinni í Kína en starfsmenn fyrirtækisins sjá meðal annars um að setja saman iphone síma frá hugbúnaðar- og fjarskiptarisanum Apple, áður en þeir fara í sölu. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsmönnum fyrirtækisins, enda velgengni iphone símanna algjörlega án fordæma. Á einungis tveimur árum hafa selst yfir 150 milljónir iphone síma, og er búist við að nýi síminn frá Apple, iphone 5, muni slá öll fyrri met. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því í morgun að slagsmál og ólæti hefðu brotist út í verksmiðju Foxconn í Tævan, sem um tvö þúsund starfsmenn áttu aðild að. Í heild starfa tæplega áttatíu þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu í Tævan, og hefur þeim fjölgað hratt, í beinu samhengi við aukna eftirspurn eftir vörum Apple. Yfir fimm þúsund lögregluþjónar róuðu mannskapinn niður og hófst framleiðsla stuttu síðar, eftir nokkurra klukkustunda stopp. Foxconn hefur einnig séð um framleiðslu og samsetningu á ipad spjaldtölvunum vinsælu frá Apple. Sjá má umfjöllun BBC hér.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira