Viðskipti erlent

Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í dönskum banka

Viðskipti með hlutabréf í danska bankanum Vestjysk Bank hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Í frétt um málið í Politiken segir að einu upplýsingarnar sem er að hafa í augnablikinu er stutt tilkynning frá kauphöllinni um að viðskiptin hafi verið stöðvuð. Talið er að forsíðufrétt í viðskiptablaðinu börsen í dag liggi til grundvallar því að viðskiptin voru stöðvuð.

Í fréttinni kemur fram að fjármálaeftirlit Danmerkur vari við því að sjö bankar og sparisjóðir í landinu eigi í erfiðleikum með að uppfylla kröfur um fjárhagslegan styrk sinn.

Vestjysk Bank er einn af þessum bönkum en bankinn er níundi stærsti banki Danmerkur. Hann lánar einkum til bænda og neyddist til að afskrifa í fyrra hálfan milljarð danskra króna, eða rúmlega 10 milljarða kr. vegna erfiðleika í dönskum landbúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×