Viðskipti erlent

Bankastjóri Vestjysk Bank rekinn úr starfi

Frank Kristensen bankastjóri Vestjysk Bank í Danmörku hefur verið rekinn. Stjórn bankans tók þessa ákvörðun í morgun.

Búið er að opna að nýju fyrir viðskipti með hlutabréf í bankanum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau voru stöðvuð í klukkutíma í morgun. Um leið og opnað var fyrir viðskiptin hrundu bréfin í verði um 60% á fyrstu mínútunum.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að Kristiensen fari ekki tómhentur frá bankanum. Hann fær starfslokasamning upp á rúmlega 10 milljónir danskra kr. eða rúmlega 200 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×