Viðskipti erlent

Google Play: 25 milljarðasta niðurhalið

Google fagnar deginum með tilboðum en hægt verður að nálgast þúsundir smáforrita á 25 sent eða rúmlega 31 krónu.
Google fagnar deginum með tilboðum en hægt verður að nálgast þúsundir smáforrita á 25 sent eða rúmlega 31 krónu.
Google Play, vefverslun Google, náði í dag þeim merka áfanga að þangað var sótt forrit í 25 milljarðasta skiptið. Þetta þykir mikið afrek, ekki síst fyrir þær sakir að aðeins var um niðurhal á smáforritum að ræða en verslunin býður einnig upp á kvikmyndir, tónlist og bækur.

App Store, forritaverslun Apple, náði sama takmarki í mars á þessu ári. Vinsældir Google Play hafa þó aukist gríðarlega á síðustu mánuðum. Þá er er talið að Google Play muni á endanum taka fram úr App Store sem vinsælasta forritaverslunin.

Google fagnar deginum með tilboðum en hægt verður að nálgast þúsundir smáforrita á 25 sent eða rúmlega 31 krónu.

Alls er hægt að nálgast 675 þúsund smáforrit í Google Play. Í App Store eru aftur á móti um 700 þúsund forrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×